Við bjóðum heildarlausnir í gólfefnum fyrir heimili og vinnustaði á góðum verðum.
Vínylparket er eitt vinsælasta og mest selda gólfefnið á heimili, verslanir og vinnustaði.
Viðarparket er náttúrulegt gólfefni sem gefur heimilum og vinnustöðum einstakt útlit og fágað yfirbragð.
T&G Wood er hágæða evrópskt viðargólf sem fæst í öllum útfærslum og litum.
Harðparket er frábært gólfefni sem þolir mikið álag. Egger harðparket er með eina bestu slit og rispuvörn á sínum efnum.
Extensu er PVC frítt gólfefni sem má nota í „græn“ verkefni. Það er vottað með Bláa Englinum og er 100% umhverfisvænt, laust við skaðleg efni og er endurvinnanlegt.
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af teppum fyrir heimili og vinnustaði, þar með talið ullarteppi, sisal teppi (kókosteppi), viscose og flatofin – ásamt þessum mjúku og notalegu.
Við seljum ein vönduðustu ullarteppin á markaðnum og bjóðum yfir 80 tegundir í mörgum litum.
Við sérsníðum mottur eftir máli úr öllum okkar teppategundum fyrir bæði heimili og fyrirtæki.
Teppaflísar eru vinsæll valkostur fyrir skrifstofur, hótel og verslanir. Þær eru auðveldar í þrifum og veita sérstaklega góða hljóðvist sem bætir vinnuumhverfið.
Við bjóðum upp á hágæða teppi á stigahús og heimili ásamt fjölbreyttu úrvali af inngangs mottum sem henta vel fyrir bæði heimili og vinnustaði.
Við höfum sérþekkingu á veggfóðri og bjóðum upp á þúsundir mynstra og lita frá stærstu framleiðendum Evrópu, eins og Élitis, Arte og Masureel, sem sérhæfa sig í veggfóðri og veggklæðningum fyrir heimili, vinnustaði, hótel og veitingastaði.
Veggfóðrið frá Arte er hágæða efni og með ótrúlegum mynstrum.
Arte er belgískt fyrirtæki þar sem hönnun, litir, form og gæði skapa einstakan heim.
Elitis sérhæfir sig í veggfóðri og veggmyndum á staka veggi á heimili ásamt veggfóðri fyrir hótel og veitingastaði.
Úrvalið af veggfóðri fyrir heimili og hótel er ótrúlegt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Masureel er belgískt fyrirtæki sem framleiðir hágæða veggfóður og textil. Masureel efnin eru byggð á ríkulegu safni af textílhönnun og myndlist.
Öll lína Masureel er framleidd innanhúss, frá hönnun til framleiðslu.
Íslenska listakonan Kristjana S Williams er skapari fegurðar. Hönnun hennar er innblásin af náttúrunni sem kemur fram í öllum hennar verkum.
Verk hennar hafa orðið vel þekkt, unnið til fjölda verðlauna og er að finna út um allan heim.
Gólfefnabúðin er lítið fyrirtæki, með mikla þekkingu, vandaða framleiðendur og stórkostlegt vöruúrval.
Í verslun okkar í Selmúla veitum við persónulega ráðgjöf og fyrsta flokks þjónustu frá faglærðu starfsfólki.
Myndagallerí með nýjustu verkefnunum.
Hasar ehf. er alhliða verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í gólfefnum og klæðningum á veggi. Sérgrein Hasar gólfefnaverktaka er lögn á gólfdúk, teppum, veggfóðri og vinylparketi ásamt sjónfloti.
Hasar byggir á áratuga reynslu í verktöku og þjónustu við viðskiptavini, bæði stórum verkum og verktökum ásamt smærri verkum á heimilum.
2024 bæklinginn okkar má skoða hér á vefnum.
Veggfóður » Reiknivél
Hvað þarf ég margar rúllur af veggfóðri á vegginn minn?