fbpx

Gólfefni

Gólfefnin okkar - Gegnheil gæði í gólfum

Gólfefnabúðin leggur mikið upp úr góðri þjónustu og miklum gæðum í gólfefnum. Við bjóðum heildarlausnir í gólfefnum fyrir heimilið og vinnustaðinn á góðum verðum.

Vinylparket

Vinylparket er orðið eitt mest selda gólfefnið á heimili, verslanir og vinnustaði. Vinylgólf eru hljóðlaus, sterk og viðhaldsfrí gólf sem eru frábær í þrifum.

Við bjóðum hágæða vinilparket frá One Flor Europe til okkar viðskiptavina. Fyrirtækið býður upp á mjög breiða lita pallettu ásamt því að bjóða upp á efni í öllum þykktum, bæði smellt og niður límt.

Parket

Viðarparket er náttúrulegt gólfefni sem gefur heimilinu og vinnustaðnum einstakt útlit. 

Við bjóðum upp á hágæða viðargólf frá Evrópu í öllum útfærslum og litatónum. Parket er glæsileg náttúruafurð sem gefur rýminu klassa og mýkt.

Harðparket

Við bjóðum harðparket frá Egger sem er einn stærsti framleiðandi að harðparketi í Evrópu. Harðparket er frábært gólfefni sem þolir mikið álag. 

Mikil þróun hefur átt sér stað undanfarin ár eins og sést í afar raunvörulegu útliti, lengri plönkum og hljóðlátari gólfum. Þegar harðparket er valið þá skiptir máli að plankarnir séu langir og breiðir til að gólfið fái þann klassa sem það á skilið.

Gólflistar

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gólflistum.

Undirlag

Við bjóðum upp á fyrsta flokks undirlag fyrir bæði parket og vinylparket.

Flotuð og lökkuð gólf

Við höfum sérhæft okkur í flotuðum og lökkuðum gólfum. Við köllum þessi gólf sjónflotuð gólf. 

Sjónflotuð gólf eru falleg og mjög vinsæl gólf sem við notum lakk tækni til að gera endanlegt gólfefni úr floti.

Microsement og flot

Við bjóðum upp á breiða vörulínu frá Cemher sem býður upp á allt fyrir flotun og lökkun.

Vinyldúkar

Vínyldúkarnir okkar er með náttúrulegt útlit og mikinn slitstyrk. Efnið kemur með áföstu undirlagi og er smellt saman líkt og harðparket.

Við sérpöntum einnig þynnra vínylparket sem er límt niður en það er algengara þegar lagt er á skrifstofur eða stærri sali.

Vörn fyrir íþróttagólf og félagsheimili

Við bjóðum upp á frábæra lausn fyrir íþróttahallir og félagsheimili.

Um er að ræða fjölnota teppaflísar sem auðvelt er að leggja yfir íþróttadúka og parket. Einnig erum við með vagna sem eru hannaðir fyrir motturnar þannig að verkið verður bæði fljótlegt og auðvelt.