fbpx

Gólfefnabúðin

Gólfefnabúðin Selmúla

Velkomin í nýja og stærri verslun

Á vefsíðunni okkar getur þú séð brot af því besta sem við bjóðum upp á í gólfefnum.

Í framhaldinu mælum við með því að koma í verslun okkar í Selmúla þar sem við bjóðum upp á persónulega ráðgjöf og fyrsta flokks þjónustu frá faglærðu starfsfólki. Opið alla virka daga frá kl. 09:00 – 17:00 og laugardaga 11:00 – 14:00.

One Floor Europe vínylparket

Fjölbreyttir litir og efni í öllum þykktum, bæði smellt og niður límt.

Vínylparket

Vínylparket er orðið eitt mest selda gólfefnið á heimili, verslanir og vinnustaði. Vinylgólf eru hljóðlaus, sterk og viðhaldsfrí gólf sem eru frábær í þrifum. Vínylparket hentar einstaklega vel á heimili sem eru með gæludýr.

Við bjóðum hágæða vínylparket frá One Flor Europe. Fyrirtækið býður upp á mjög breiða lita pallettu ásamt því að bjóða upp á efni í öllum þykktum, bæði smellt og niður límt.

Parket

Viðarparket er náttúrulegt gólfefni sem gefur heimilinu og vinnustaðnum einstakt útlit.

Við bjóðum upp á hágæða viðargólf frá Evrópu í öllum útfærslum og litatónum frá ESTA parket og Rappgo. Efnið kemur í nokkrum útfærslum eins og heilum borðum, fiskibeins-, chevron-, og þriggja raða mynstri.

Parket er glæsileg náttúruafurð sem gefur rýminu klassa og mýkt.

Harðparket

Við bjóðum harðparket frá Egger sem er einn stærsti framleiðandi að harðparketi í Evrópu. Harðparket er frábært gólfefni sem þolir mikið álag.

Mikil þróun hefur átt sér stað undanfarin ár eins og sést í afar raunvörulegu útliti, lengri plönkum og hljóðlátari gólfum. Þegar harðparket er valið þá skiptir máli að plankarnir séu langir og breiðir til að gólfið fái þann klassa sem það á skilið.

Teppaflísar

Teppaflísar er gólfefni sem hefur mjög góða hljóðvist og er því tilvalið á skrifstofur og hótel.

Við bjóðum teppaflísar frá stórum framleiðendum í Evrópu eins og Fletco, Lano, Shaw Contract, Lusotufo ásamt Duraflor.

Duraflor er framleiðandi með hágæða teppaflísar og eru með á nótunum þegar kemur að hönnun á munstri.

Mottur

Við erum með mikið úrval af mottum frá Lusotufo í Portúgal.

Lusotufo er leiðandi á markaði í mottum fyrir heimili og vöruúrvalið er mikið og fjölbreytt og má segja að motturnar frá þeim séu sannkallaðar tískuvörur.

Microsement og flot

Við bjóðum upp á breiða vörulínu frá Cemher sem býður upp á allt fyrir flotun og lökkun.

Undirlag

Við bjóðum upp á fyrsta flokks undirlag fyrir bæði parket og vinylparket.

Gólflistar

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gólflistum fyrir bæði heimili og vinnustaði.