fbpx
Persónuleg ráðgjöf og fyrsta flokks þjónusta

Gólfefni, teppi og veggfóður í miklu úrvali

Á vefsvæði okkar getur þú séð brot af því besta sem við bjóðum upp á í gólfefnum, teppum og veggfóðri. Í framhaldinu er upplagt að líta við í verslun okkar í Selmúla þar sem við bjóðum upp á persónulega ráðgjöf og fyrsta flokks þjónustu frá faglærðu starfsfólki.

One Floor Europe vínylparket

Fjölbreyttir litir og efni í öllum þykktum, bæði smellt og niður límt.

Vínylparket

Vínylparket er orðið eitt mest selda gólfefnið á heimili, verslanir og vinnustaði. Vinylgólf eru hljóðlaus, sterk og viðhaldsfrí gólf sem eru frábær í þrifum. Vínylparket hentar einstaklega vel á heimili sem eru með gæludýr.

Við bjóðum hágæða vínylparket frá One Flor Europe. Fyrirtækið býður upp á mjög breiða lita pallettu ásamt því að bjóða upp á efni í öllum þykktum, bæði smellt og niður límt.

Parket

Viðarparket er náttúrulegt gólfefni sem gefur heimilinu og vinnustaðnum einstakt útlit, klassa og mýkt.

Við bjóðum upp á hágæða viðargólf frá Evrópu í öllum útfærslum og litatónum frá T&G Wood. Gólfin eru úr sjálfbærum skógi og mjög vinsæl hjá arkitektum um allan heim. Efnið er litað með viðarolíu samkvæmt óskum viðskiptavinar.

Harðparket

Við bjóðum harðparket frá Egger sem er einn stærsti framleiðandi að harðparketi í Evrópu. Harðparket er frábært gólfefni sem þolir mikið álag.

Mikil þróun hefur átt sér stað undanfarin ár eins og sést í afar raunvörulegu útliti, lengri plönkum og hljóðlátari gólfum. Þegar harðparket er valið þá skiptir máli að plankarnir séu langir og breiðir til að gólfið fái þann klassa sem það á skilið.

Veggfóður

Veggfóður hefur verið að koma sterkt inn undanfarin ár hjá hönnuðum og arkitektum. Veggfóður gerir allt hlýlegra og verður sífellt vinsælla inn á heimili.

Veggfóðrið er sérstaklega flott á staka veggi, sem bakgrunnur í stofum og auðvitað á heil herbergi og ganga til að setja hlýleika og fallegt útlit inn í rými. Við bjóðum upp á hágæða veggfóður frá Arte, Élitis, Masureel og NLXL.

Teppi og mottur

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af teppaflísum, teppum á stigahús, heimilisteppum og mottum.

Heimilisteppi frá Fletco og flatofin teppi henta einstaklega vel inn á heimili. Öll heimilisteppi er jafnframt hægt að fá í sérsniðnum mottum eftir máli.

Gryfjumotturnar koma í einingum sem raða má saman að vild.

Ullarteppi

Við bjóðum upp á hágæða ullarteppi eins og þau gerast best. Ullin er öll rekjanleg frá bónda að teppi.

Flotuð og lökkuð gólf

Við höfum sérhæft okkur í flotuðum og lökkuðum gólfum. Við köllum þessi gólf sjónflotuð gólf.

Gólflistar

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gólflistum fyrir bæði heimili og vinnustaði.