fbpx

Ullarteppi > Umhirða og þrif

Umhirða og þrif á ullarteppinu þínu

Ryksugaðu teppið þitt. Vegna þess að þú gengur á teppinu þínu er óhjákvæmilegt að ryk, sandur eða önnur óhreinindi komi í teppið. Og hvað sem hver segir, þá þrífur teppið sig ekki sjálft.

Auðvelt að þrífa

Einn af stóru kostunum við ull er að trefjarnar hafa náttúrulega óhreinindavörn sem er erfitt fyrir raka, og þar með óhreinindi, að komast í gegnum.

Hvernig held ég ullarteppinu mínu hreinu?

Ryksugaðu teppið þitt
Vegna þess að þú gengur á teppinu þínu er óhjákvæmilegt að ryk, sandur eða önnur óhreinindi komi í teppið. Og hvað sem hver segir, þá þrífur teppið sig ekki sjálft. Þess vegna er rétt og reglulegt viðhald mikilvægt. Þetta byrjar með venjulegri ryksugu, helst með snúningsbursta. Snúningsburstarnir losa um óhreinindin og bursta ullarhrúguna upp þannig að ullarteppið lítur alltaf fallega út. Það er góð hugmynd að ryksuga að minnsta kosti einu sinni, en helst tvisvar í viku. Ef þú notar ryksugu róbot skaltu virkja burstalausu stillinguna.

Auðvelt að þrífa
Einn af stóru kostunum við ull er að trefjarnar hafa náttúrulega óhreinindavörn sem er erfitt fyrir raka, og þar með óhreinindi, að komast í gegnum. Þetta er öfugt við trefjar sem byggja á sellulósa eins og bómull, hör,bambus og bananablöð. Í ullarteppi hafa óhreinindin tilhneigingu til að sitja á milli trefjanna, frekar en innan þeirra, sem gerir það að verkum að tiltölulega auðvelt er að fjarlægja þau.

Blettir
Ef þú hugsar vel um teppið þitt mun það halda áfram að líta fallega út, en þú gætir samt fengið bletti í það. Þú getur auðveldlega fjarlægt flesta bletti sjálfur með því einfaldlega að nota volgt vatn og hreinan klút,. Aldrei nudda blettinn því það getur valdið möttun í ullinni og dreift úr honum. Ef blettur er enn eftir í teppinu eftir að hafa verið meðhöndlaður með vatni, eða þú færð erfiða bletti eins og eftir rauðvín eða kaffi þá erum við með hreinsiefni og aðferðir sem hjálpa þér að ná slíkum blettum úr teppinu.

Best Wool App - Blettahreinsiráð

Til þess að nálgast nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig best er að ná blettum úr ullarteppi þá bendum við á Best Wool appið sem er frítt og má nálgast í App Store og Google Play Store.