fbpx

Gólfefni > Vinyldúkar

Vinyldúkar

Vínyldúkarnir okkar eru með náttúrulegu útliti og hafa mikinn slitstyrk. Gegnheilir vínyldúkar eru gólfefni sem þola mikið álag og eru vatnsheldir. Með því að sjóða þá saman er hægt að fá alveg vatnsheld gólf. Gegnheill vínyldúkur er frábært gólfefni á staði þar sem er mikil umferð og efnið þarf að vera slitþolið.

Graboplast

Við bjóðum hágæða vinyldúka frá Graboplast í Ungverjalandi.

Grabo Fortis gólfdúkur

Grabo Fortis er vinsælasti vínyldúkurinn okkar. Hann er 2 mm þykkur og kemur í 2 metra breiðum rúllum. Grabo Fortis er í hæsta slitþolsflokki (Group T). Vínyldúkurinn kemur í 19 frábærum litum sem auðvelda valið til muna. PUR yfirborðs húðin gerir þrif mjög einföld og það þarf ekki að bóna gólfin eftir lögn á efninu. 

Efnið inniheldur endurunnið efni og er 100% endurnýtanlegt.

Lista verð kr. 5.900
ATH:
Valdir litir til á lager.

Grabo Ecosafe öryggisgólfdúkur

Grabo Ecosafe er 2,0 mm þykkur öryggisgólfdúkur með 0,7 mm slitlagi. SiC og keramik agnir eru felldar inn í efsta lagið til að gera dúkinn staman. Dúkurinn uppfyllir öryggiskröfur H10.

Við bjóðum þessa vöru í 21 lit.

Hentar vel í eftirfarandi rými:

 • Í blautrými
 • Á rampa / skábrautir
 • Þar sem matur er framreiddur
 • Fyrir heilbrigðisstofnanir
 • Alls staðar þar sem þörf er á öryggisgólfum

Lista verð kr. 6.900
ATH: Valdir litir til á lager.

Grabo Muravyl veggdúkur

Grabo Muravyl er veggdúkur með heildarþykkt 1,5 mm og 0,5 mm slitlagsem gerir Grabo Muravyl að sterkasta veggdúknum sem er í boði. Glertrefjarnar í lagskiptingu dúksinns tryggja frábæran stöðugleika. Yfirborð dúksinns er slétt og það er auðvelt að leggja hann lóðrétt eða lárétt.

Veggdúkurinn kemur í 18 litum og er soðin á samskeytum og má þvo. Muravyl er fullkominn kostur sem veggklæðning fyrir baðherbergi og atvinnueldhús.

Hentar vel í eftirfarandi rými:

 • Fyrir menntastofnanir eins og skóla og leikskóla
 • Fyrir heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili
 • Í verslunarrými
 • Fyrir hótel- og ferðaþjónustu eins og veitingastaði, kaffihús og hótel
 • Í skrifstofuhúsnæði

Lista verð kr. 4.900
ATH: Valdir litir til á lager.

Gymfit 50 gólfdúkur

Gymfit 50 er íþróttagólf með PUR Surface sem auðvelt er að þrífa. Dúkurinn er 5mm þykkur.

Yfirborðshönnun þess tryggir hámarks hálkuþol sem hjálpar til við að draga úr hálku- og griphættu.

Dúkurinn veitir framúrskarandi dempun og því mælum við fyrst og fremst Með Gymfit 50 fyrir líkamsræktarstöðvar og íþróttarými í skólum og leikskólastofnunum.

Hentar vel í eftirfarandi rými:

 • Í íþróttasali í skólum og leikskólum
 • Fyrir líkamsræktastöðvar

Lista verð kr. 6.900

Gymfit 65 gólfdúkur

Gymfit 65 er íþróttagólf með X PUR Surface. Vegna nýja X-PUR yfirborðsins er Gymfit 65 hagkvæmt, slitþolið, auðvelt að þrífa og viðhalda. Dúkurinn er 6,5mm þykkur.

Hið einkar vel hannaða yfirborð Gymfit 65 hjálpar til við að draga úr renni- og gripslysum. Gymfit 65 er með háþéttni froðubaki sem veitir framúrskarandi gönguþægindi.

Við mælum með Gymfit 65 fyrir íþróttahús í skólum og leikskólum og fyrir líkamsræktarstöðvar.

Hentar vel í eftirfarandi rými:

 • Í íþróttasali í skólum og leikskólum
 • Fyrir líkamsræktastöðvar

Lista verð kr. 8.400