fbpx

Ullarteppi > ITC Natural Luxury Flooring

ITC Natural Luxury Flooring

Frá árinu 1968 hefur hollenska fyrirtækið ITC Natural Luxury Flooring gert það að markmiði sínu að veita einstaklingum um allan heim aðgang að frábærlega unnum, ofnum og hönnuðum teppum.

Fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki

Hvort sem það er fyrirtæki, heimili eða almenningsrými, þá býður ITC upp á lúxusvörur fyrir öll rými.

Lúxusteppi fyrir öll rými

Í meira en fimm áratugi hefur Hollenska fyrirtækið ITC Natural Luxury Flooring gert það að markmiði sínu að veita einstaklingum um allan heim aðgang að frábærlega unnum, ofnum og hönnuðum teppum. Hvort sem það er fyrirtæki, heimili eða almenningsrými, þá býður ITC upp á lúxusvörur fyrir öll rými.

Fyrirtækið var stofnað árið 1968 og varð fljótt leiðandi á lúxus teppamarkaði. Þeir vinna með einstaklingum, fyrirtækjum, og stofnunum og með því að nota sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu, fagurfræði og nýsköpun hefur ITC orðið leiðandi í framleiðslu lúxus gólfefna. litum.

Lista verð

Toscane
Kr. 22,500

Eco-Velvet
Kr. 24,000 fm

Elba
Kr. 24,000 fm

Umhirða og þrif á ullarteppum

Hvernig á að hirða um ullarteppi, hvaða efni eru best og hvernig á að nota þau?

Vörulínur

Toscane

Toscane er handofið ullarblandað teppi, sem er bæði einstaklega mjúkt og sterkt. Toscane hefur gott þol gegn blettum og er auðvelt í allri umgengni og hentar því vel á álagsfleti. Ullin í teppinu gefur hlýju og gerir teppið náttúrulega sterkt. Hægt er að fá Toscane í sérsniðnum mottum eða á heila fleti eða stiga. Toscane teppið kemur bæði í 400 og 500 cm breiðum rúllum í fjórum fallegum litum.

Toscane lista verð: Kr. 22,500 fm

Eco-Velvet

Eco-Velvet er handofið flauelsmjúkt teppi sem unnið er úr 100% náttúrulegri ólitaðri nýsjálenskri ull. Það er fullkomið bæði fyrir heimilis notkun eða þar sem umferð er þyngri. Mjúk, slétt og endingargóð áferð skapar stílhreint og fágað útlit. Bæði hægt að fá á heil rými, stiga eða í sérsniðnum mottum í allt að 500cm breidd. Tímalaus náttúruleg gæði í fimm fallegum litum.

Eco-Velvet lista verð: Kr. 24,000 fm

Elba

Elba er ótrúlega fallegt fléttað handofið teppi unnið úr 100% ull. Fáanlegt á heilu rýmin, stiga eða í sérsniðinni mottu í allt að 500 cm breidd, Elba er fullkomin á stiga eða önnur rými með mikla umferð. Elba kemur í fjórum fallegum litum.

Elba lista verð: Kr. 24,000 fm