Veggfóður > Élitis
Veggfóður
Veggfóður hefur verið að koma sterkt inn undanfarin ár hjá hönnuðum og arkitektum og verður sífellt vinsælla inn á heimili. Sérstaklega á staka veggi eins og við rúmgafla í svefnherbergjum, sem bakgrunn í stofum og auðvitað á heil herbergi og ganga til að setja hlýleika og fallegt útlit inn í rými.
Élitis
Veggfóður var eingöngu unnið úr pappa og vínyl hér áður fyrr en nú eru framleiðendur farnir að nota önnur efni eins og Hersía striga, hamp og bambus, silki, vínyl, og jafnvel tréþynnur, skeljar og leður.
Elitis sérhæfir sig í veggfóðri og veggmyndum á staka veggi á heimili ásamt veggfóðri fyrir hótel og veitingastaði.
Hótel veggfóður er níðsterkt og þolir vel að vera þvegið og blettahreinsað. Ástæðan fyrir því að hótel eru almennt veggfóðruð er að líftími veggja með góðu hótel veggfóðri er 15-20 ár, en að öllu jöfnu þarf að endurmála eftir 4-7 ár. Það gefur þvi augavleið að hótel og gistiheimili sem eru veggfóðruð með góðu veggfóðri þurfa mun minna viðhald en máluð herbergi og er því mikill sparnaður í rekstrarkosnaði. Við höfum veggfóðrað heimili, stofnanir og hótel í yfir 40 ár og getum því vel leiðbeint með það sem hentar hverju verkefni fyrir sig.
Til að sjá allt vöruúrvalið okkar bjóðum við þér að koma til okkar í verslun okkar í Selmúla þar sem við bjóðum upp á persónulega ráðgjöf og fyrsta flokks þjónustu frá faglærðu starfsfólki.
Vörulínur
La caravane
Merida
Voiles de papier
Mouvements
Grand hotel
Bois sculpte
360
Vestaire masculin
Kachama
Soie changeante
Volver
Essence deliege
Les petites histoires
Galerie
Natural mood
Paper sculpture
Initiation
Flower power
Écrin
Raw raffia
Ofl., ofl.