Flotuð og lökkuð gólf
Flotuð og lökkuð gólf
Við höfum sérhæft okkur í flotuðum og lökkuðum gólfum. Við köllum þessi gólf sjónflotuð gólf.
Af hverju ættir þú að velja flotuð gólf frekar en önnur gólfefni?
Ef þú ert hrifinn af grófu útliti og ert tilbúinn til þess að fá það sem kemur út úr handverki iðnaðarmannsinns þá er valið auðvelt.
Flotuð og múruð gólf og veggir fegra hvaða herbergi sem er. Að auki fer grófa steypu útlitið vel með öðrum efnum eins og viðar innréttingum og myndlist. Þegar þú ert búinn að finna þinn lit á vegginn eða gólfið þá er allt mögulegt.
Það er ekki hægt að fá fyrirfram pantaða niðurstöðu, þú getur aðeins valið þann litatón sem þú vilt og hvort þú vilt mikla hreyfingu eða minni hreyfingu.
Samt sem áður er útkoman ótrúlega falleg. Þessi gólf og veggir eru sterk lausn og frábær í þrifum. Efnið er lakkað með Aquamax Dur lakkinu frá Cemher.
Aquamax Dur er sérhannað steinlakk með sérlega fallegri áferð. Kynntu þer liti og áferðir á flotuðum og múruðum gólfum og veggjum hjá okkur. Við erum með prufur af áferð og litum í Síðumúla 20.