fbpx

Teppi & mottur > Ullarteppi

Ullarteppin okkar

Við bjóðum upp á hágæða ullarteppi eins og þau gerast best. Ull er gríðarlega sterk og hentar því mjög vel í framleiðslu teppa. Ull er náttúrulegt hráefni sem auðvelt er að þrífa og er eldvarin.

Best Wool

Best Wool teppin hafa verið framleidd í Hollenska bænum Best síðan 1982. Öll framleiðsla fer fram á siðferðislegan og umhverfisvænan hátt og öll ull kemur frá Nýja Sjálandi og evrópskum ullarframleiðendum.

Ullin er öll rekjanleg frá bónda að teppi.

ITC Natural Luxury Flooring​

Frá árinu 1968 hefur hollenska fyrirtækið ITC Natural Luxury Flooring gert það að markmiði sínu að veita einstaklingum um allan heim aðgang að frábærlega unnum, ofnum og hönnuðum teppum.

Hvort sem það er fyrirtæki, heimili eða almenningsrými, þá býður ITC upp á lúxusvörur fyrir öll rými.

Umhirða og þrif á ullarteppinu þínu

Helltist niður rauðvín, kaffi eða ertu að fást við erfiða bletti? Hvernig á að hirða um ullarteppi, hvaða efni eru best og hvernig á að nota þau?