Gólfefnabúðin

Teppi & Mottur > Heimilisteppi

Heimilisteppi

Heimilisteppi frá Fletco og flatofin teppi henta einstaklega vel inn á heimili. Öll heimilisteppi er jafnframt hægt að fá í sérsniðnum mottum eftir máli. 

Fletco heimilisteppi

Við bjóðum heimilisteppi frá Fletco Carpets í Danmörku.

Hvernig veljum við teppi á heimilið?

Þrjár tegundir af teppum – Hvað hentar þér?

Við val á heimilisteppi þarf að hafa í huga hvað tilgangi teppið á að þjóna. Ertu að hugsa um teppi á milli hæða þar sem umgangur er mikill eða ertu að hugsa um teppi í svefnherbergi, fataherbergi eða stofu?

Þegar þú velur teppi inná heimili þá á það að auka vellíðan og bæta loftgæði og hljóðvist. Danska fyrirtækið Fletco hefur framleitt teppi í yfir 70 ár og eru þeir mjög framarlega þegar kemur að umhverfisvænni hönnun. Þeir bera umhverfismerkið Life Balance sem staðfestir heilbrigða framleiðslu og heilsufarslegan ávinning. En astma og ofnæmissamtök mæla með þannig teppum inná heimili þar sem ofnæmi og öndunarsjúkdómar eru til staðar.

Teppin eru með frábærri óhreinindavörn og taka í sig allt fínryk sem svífur um og halda því þar þangað til það er ryksugað. Þrjár mismunandi tegundir af mjúkum teppum og yfir 40 fallegir litir gera valið auðvelt. Veldu gæðateppi inná heimilið, það margborgar sig.

Flatofin teppi

Tempi, Sisalike, Mino, Lima og Pinoflet eru klassísk flatofin teppi sem líkja eftir sisal/ kókos teppi en unnin úr sterku gerviefni. Flatofið teppi hentar einstaklega vel á stiga og önnur rými þar sem umgengni er mikil. Það er mjög slitsterkt og er auðvelt í þrifum.Teppið getur farið beint ofan á gólfhita. Teppin koma í fimm mismunandi mynstrum og áferð og sjö fallegum náttúrulegum litum.

Mottur

Öll heimilisteppi er jafnframt hægt að fá í sérsniðnum mottum eftir máli. 

Lista verð

 • Tempi kr. 9,900 fm
 • Pinoflet kr. 9,900 fm
 • Sisalike kr. 10,900
 • Lima kr. 10,900
 • Nordic Living Home kr. 11,500
 • Couture kr. 11,900
 • Nove kr. 13,900
 • Bichon home kr. 13,900
 • Hermelin kr. 14,900
 • Bichon kr. 15,900
 • Vörulínur

  Tempi

  Tempi er tímalaust, klassískt flatofið vegg-í-vegg teppi sem er prýði inn á öll heimili. Tempi hentar sérstaklega vel sem gólfefni þar sem gólfhiti er notaður, eða fyrir stiga. Veldu á milli sjö mismunandi lita.

  Tempi lista verð: kr. 9,900 fm

  Pinoflet

  Pinoflet er flatofið vegg-í-vegg teppi sem hentar vel á heimili. Teppið er með breiðum strúktúr og er fáanlegt í sjö klassískum litum sem eru prýði inn á hvert heimili.

  Pinoflet lista verð: kr. 9,900 fm

  Sisalike

  Sisalike er flatofið vegg-í-vegg teppi sem hentar vel á heimili. Í boði eru sjö klassískir litir.

  Sisalike lista verð: kr. 10,900 fm

  Lima

  Lima er þéttofið vegg-í-vegg teppi sem er hannað fyrir íbúðarhúsnæði. Samsetningin af svörtum og léttum vefnaði um allt teppið gerir það afar fallegt. Lima er fáanlegt í sex klassískum litum – allir hentugir til notkunar á heimilinu.

  Lima lista verð: kr. 10,900 fm

  Nordic Living Home

  Hið stílhreina Nordic Living Home teppi kemur í fallegum litum sem gefur einstakt, norrænt útlit. Teppið er úr 100% PA og því afar endingargott. Nordic Living Home er fáanlegt í sex fallegum litum sem allir sæma sér vel inni á heimilinu þínu. 

  Nordic Living Home lista verð: kr. 11,500 fm

  Couture

  Couture er fallegt og mjúkt teppi sem kemur í 16 aðlaðandi litum.

  Couture lista verð: kr. 11,900 fm

  Nove

  Ofið fiskabeinsmynstur nýju Nove-línunnar gefur gólfinu öðruvísi og einstakan svip. Nove er fáanlegt í 14 frábærum litum.

  Nove lista verð: kr. 13,900 fm

  Bichon home

  Bichon Home er afar mjúkt og einstakt efni sem lítur næstum út eins og velúr. Ef þú ert að leita að mjúku og notalegu andrúmslofti í stofunni eða svefnherberginu ættir þú að velja Bichon. Hægt er að velja á milli sex glæsilegra lita.

  Bichon lista verð: kr. 13,900 fm

  Hermelin

  Hið ofur mjúka Hermelin teppi færir hlýju og notalegheit inn í stofuna þína eða svefnherbergið. Þú getur valið á milli átta klassískra lita.

  Hermelin lista verð: kr. 14,900 fm

  Bichon

  Bichon er mjög mjúkt gólfteppi sem lítur næstum út eins og velúr. Ef þú ert að leita að mjúku og notalegu andrúmslofti í stofunni eða svefnherberginu ættir þú að velja Bichon. Litapallettan samanstendur af 24 snjöllum og töff litum, þar á meðal muntu örugglega finna þinn uppáhalds.

  Bichon lista verð: kr. 15,900 fm