Forsíða » Um Gólfefnabúðina » Persónuverndarstefna
Persónuverndarstefna
Hasar ehf á og rekur vefsvæðið golfefnabudin.is. Okkur er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar.
Hasar ehf sér til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. Stefna okkar er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem Hasar ehf veitir. Við ábyrgjumst að nýta ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt. Allar upplýsingar sem notendur vefsvæðis okkar láta Hasar ehf í té eða sem Hasar ehf sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita notendum þá þjónustu sem óskað er eftir.
Persónuupplýsingar
Við notum persónuupplýsingar notenda ekki í neinum öðrum tilgangi en til er aflað. Við áskiljum okkur rétt til að deila persónuupplýsingum notenda með þriðja aðila sem kemur m.a. að tæknilegu viðhaldi, greiðsluþjónustu o.fl. (slíkir aðilar kallast einu nafni “þriðji aðili”) að því marki sem nauðsynlegt er til þess að við getum innt þjónustuna af hendi.
Tölfræðilegar samantektir
Hasar ehf áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í starfi félagsins, til dæmis fyrir ársskýrslu, á fundum á vegum félagsins o.s.frv. Með notkun okkar á Google Analytics vinnum við með ópersónugreinanleg aðgangsgögn, þ.e. hvenær síðan var heimsótt, hversu lengi og hvaðan og þess háttar er greint fyrir tölulegar upplýsingar. Þessa tölfræði notum við til að betrumbæta vefinn okkar. Lesa má nánar um Google Analytics hér.
Vefhegðun
Þessi vefsíða styðst við vafrakökur. Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsíður styðjast við til þess að gera upplifun notenda skilvirkari. Nánar um vafrakökustefnu félagsins. Þar getur jafnframt hver og einn notandi breytt sínu samþykki eða afturkallað það eftir eigin hentugleika.
Upplýsingar til þriðja aðila
Hasar ehf mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar notenda vefsvæða sinna til þriðja aðila nema Hasar ehf sé það skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt beiðni notanda.
Við höfum ekki stjórn á vefsíðum þriðja aðila
Á vefsíðum okkar kunna að vera tenglar á vefsíður samstarfsaðila, auglýsenda og annars þriðja aðila. Ef smellt er á tengil í einhverja af þessum vefsíðum skal haft í huga að um þær gilda aðrar persónuverndarreglur en okkar og að við tökum enga ábyrgð á viðkomandi síðu eða þeim reglum sem þar eiga við.
Breytingar
Hasar ehf áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennd með útgáfudegi.
Lög og lögsaga
Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.
Tengiliðaupplýsingar
Ef óskað er nánari upplýsinga um persónuverndarstefnu Hasar ehf skal hafa samband við okkur í síma 416 2300 eða í gegnum netfangið hallo@golfefnabudin.is. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem viðskiptavinir treysta okkur fyrir.
Fyrirspurnir
Netfangið hallo@golfefnabudin.is heimilar þér að vera í beinu sambandi við okkur með spurningar sem upp kunna að koma varðandi persónuvernd. Við lesum öll skilaboð og gerum okkar besta til að svara þeim hratt og örugglega.
Síðast uppfært 1. október 2025.
Hasar ehf.
Kt. 550217 0310