Heimilisteppi > Mjúk og notaleg teppi
Teppi & mottur » Heimilisteppi » Mjúk og notaleg teppi
Mjúk og notaleg teppi
Fletco hefur framleitt teppi í Danmörku í yfir 70 ár og eru þau margverðlaunuð. Fletco framleiðir teppi á umhverfisvænan máta og án eiturefna. Ekkert PVC eða þalat er í botni teppanna með gúmmí undirlaginu sem gerir þau fullkomlega örugg yfir gólfhita.
Heimilisteppi á gúmmí botni eins og Bichon, Florenz og Fluffy þarf ekki að falda og ekki að heillíma eða setja á undirlag.
Heimilisteppi frá Fletco í Danmörku
Heimilisteppi frá Fletco og flatofin teppi henta einstaklega vel inn á heimili.
Teppin hafa Life Balance vottun sem tryggir heilbrigða framleiðslu og heilsufarslegan ávinning og eru örugg og mælt með þeim fyrir fólk með ofnæmi og öndunarfærasjúkdóma.
Mjúk og notaleg heimilisteppi
Fletco
Við val á heimilisteppi þarf að hafa í huga hvað tilgangi teppið á að þjóna. Ertu að hugsa um teppi á milli hæða þar sem umgangur er mikill eða ertu að hugsa um teppi í svefnherbergi, fataherbergi eða stofu?
Þegar þú velur teppi inná heimili þá á það að auka vellíðan og bæta loftgæði og hljóðvist. Danska fyrirtækið Fletco hefur framleitt teppi í yfir 70 ár og eru þeir mjög framarlega þegar kemur að umhverfisvænni hönnun. Þeir bera umhverfismerkið Life Balance sem staðfestir heilbrigða framleiðslu og heilsufarslegan ávinning. Astma og ofnæmissamtök mæla með þannig teppum inn á heimili þar sem ofnæmi og öndunarsjúkdómar eru til staðar.
Teppin eru með frábærri óhreinindavörn og taka í sig allt fínryk sem svífur um og halda því þar þangað til það er ryksugað. Þrjár mismunandi tegundir af mjúkum teppum og yfir 40 fallegir litir gera valið auðvelt.
Veldu gæðateppi inná heimilið, það margborgar sig.
Belakos
Belakos eru fullkomin heimilisteppi með góðri hljóðeinangrun á frábæru verði.
Fletco
Bichon
Bichon er mjög mjúkt gólfteppi sem lítur næstum út eins og velúr. Mjúkt flos, stamur botn og engin földun. Ef þú ert að leita að mjúku og notalegu andrúmslofti í stofunni eða svefnherberginu ættir þú að velja Bichon. Eiturefnalaust og ofnæmisprófað. Kemur í 24 fallegum litum. Einnig hægt að fá í sérsniðnum mottum eða á heil rými og stiga.
Bichon lista verð: kr. 16,900 fm
Fortino
Fortino teppið er með snöggt og stutt flos og staman botn og er án földunar. Eiturefnalaust og ofnæmisprófað og kemur í 12 litum. Einnig hægt að fá í sérsniðnum mottum eða á heil rými og stiga.
Fortino lista verð: kr. 17,300 fm
Firona
Fletco
Firona teppið er með hátt og mjúkt flos og staman botn og er án földunar. Eiturefnalaust og ofnæmisprófað og kemur í sex hlýjum litum. Einnig hægt að fá í sérsniðnum mottum eða á heil rými og stiga.
Firona lista verð: kr. 12,900 fm
Florenz
Florenz er mjúkt gólfteppi sem er fáanlegt í 16 fallegum litum. Einnig hægt að fá í sérsniðnum mottum eða á heil rými og stiga.
Florenz lista verð: kr. 18,900 fm
Fluffy
Fluffy er mjúkt gólfteppi sem er fáanlegt í 16 kraftmiklum litum sem færa orku inn í hvaða herbergi sem er. Eitt af sérsniðnu mynstrunum okkar, til dæmis fiðrildið, blómið eða skýið, mun án alls sæma sér vel í hvaða barnaherbergi sem er. Einnig hægt að fá í sérsniðnum mottum eða á heil rými og stiga.
Fluffy lista verð: kr. 15,900 fm
Belakos
Splendid
Fullkomin heimilisteppi með góðri hljóðeinangrun á frábæru verði.
Henta vel í barnaherbergi eða svefnherbergi og geta líka farið á stiga, eða í sérsniðnar mottur. Hrinda frá sér vatni og óhreinindum og eru mjög slitsterk. Teppin uppfylla strangar umhverfis- og heilsufarskröfur Evrópusambandsins og hafa því GUT , Bláa Engilinn og PRODIS merkingu
Splendid lista verð: kr. 7,600 fm
Azure
Azure heimilisteppin eru há og mjúk og með fallega litapallettu.
Henta vel í barnaherbergi eða svefnherbergi og geta líka farið á stiga, eða í sérsniðnar mottur. Hrinda frá sér vatni og óhreinindum og eru mjög slitsterk. Teppin uppfylla strangar umhverfis- og heilsufarskröfur Evrópusambandsins og hafa því GUT , Bláa Engilinn, Eurofins Gold og PRODIS merkingu.
Azure lista verð: kr. 8,900 fm