Teppi & mottur > Gólfteppi

Gólfteppi

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gólfteppum fyrir heimili og vinnustaði, þar með talið ullarteppi, sisal teppi (kókosteppi), viscose og flatofin – ásamt þessum mjúku og notalegu. Vandað gólfteppi getur haft mikil og góð áhrif á loftgæði og hljóðvist inn á heimilum og teppin okkar eru öll framleidd á ábyrgan og heilsusamlegan hátt.

Við eigum yfir 80 tegundir af vönduðum heimilisteppum, og gólfteppi úr 100% hreinni rekjanlegri ull. Einnig eigum við falleg gólfteppi sem eru umhverfisvottuð og merkt umhverfismerki Bláa Engilsins og ofnæmisprófuð gólfteppi í miklu úrvali.