Um Gólfefnabúðina
Gólfefnabúðin - Um okkur
Gólfefnabúðin er lítið fyrirtæki, með mikla þekkingu, vandaða framleiðendur og stórkostlegt vöruúrval.
Við seljum heildarlausnir í gólfefnum fyrir heimili og vinnustaði á góðum verðum ásamt veggfóðri fyrir heimili, hótel og vinnustaði ásamt fjölbreyttu úrvali af teppum. Við leggjum mikið upp úr gæðum í þeim efnum sem við bjóðum upp á.
Í verslun okkar í Selmúla veitum við persónulega ráðgjöf og fyrsta flokks þjónustu frá faglærðu starfsfólki. Hátt þjónustustig er okkar metnaðarmál. Við tökum vel á móti þér hér á vefnum og í Selmúla.
Viðskiptaskilmálar
Hasar ehf. er seljandi að vörum Gólfefnabúðarinnar. Viðskiptin miðast við staðgreiðslu og er afhent úr vöruhúsi Hasar ehf þegar greiðsla hefur verið innt af hendi.
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti og eru með fyrirvara um breytinga á gengi gjaldmiðla.
Gildistími tilboða eru 30 dagar, nema annað sé tekið fram. Viðskiptavinir Gólfefnabúðarinnar greiða 50% staðfestingagjald inn á vöru við pöntun.
Afsláttarkjör Hasar ehf. byggja á starfsemi viðskiptavinar og umfangi viðskipta hans við Gólfefnabúðina.
Kaupandi getur skilað vöru og getur fengið endurgreiðslu á kaupverði vörunnar innan 30 daga nema samið sé um annað fyrir fram. Ekki er hægt að skila vöru sem hefur verið sérpöntuð fyrir viðskiptavini.
Gólfefnabúðin er verslun og sýningarrými með prufum af þeim efnum sem eru seld hjá Hasar ehf. Viðskipta módel okkar er að sérpanta flestar vörur okkar en við eigum algengustu 2-4 liti á lager. Sérpöntun tekur oftast 10-15 daga.