fbpx

Gólfefnabúðin

Teppi & Mottur > Teppaflísar

Teppaflísar

Teppaflísar er gólfefni sem hefur mjög góða hljóðvist og er því tilvalið á skrifstofur og hótel. Teppaflísar er hentug lausn þar sem hægt er að skipta út flísum ef einhverra hluta vegna kemur blettur eða gerist óhapp.

Fletco, Paragon & Shaw Contract

Við bjóðum teppaflísar frá stórum framleiðendum í Evrópu eins og Fletco, Paragon og Shaw Contract.

Fletco

Fletco hefur framleitt teppi og teppalfísar í 70 ár fyrir skandinavískan og evrópskan markað. Vörulínurnar þeirra henta bæði fyrir heimili og vinnustaði. 

Fletco er með frábært úrval af teppum á stiga og stigahús í fjölbýlishúsum ásamt teppum. 

Paragon

Paragon sérhæfir sig í framleiðslu á teppaflísum og mottum fyrir fyrirtæki. Við erum með sýnishorn í Gólfefnabúðinni, komdu og fáðu prufu til að bera við þitt rými. 

ShawContract

Shaw er stærsti framleiðandi teppa í heiminum og með ótrúlega breytt vöruúrval.

Teppaflísarnar frá Shaw er vinsæll valkostur fyrir skrifstofur og verslanir. Þær eru auðveldar í þrifum og veita sérstaklega góða hljóðvist  sem bætir vinnuumhverfið.